Sölusvið

Klettur býður viðskiptavinum sínum upp á breiða línu vinnuvéla, lyftara, aflvéla í skip og rafstöðva, vöruflutninga- og hópferðabifreiða, hleðslukrana, gámakróka og lyftur,  palla og malarvagna, hjólbarða, loftpressur, gíra og skrúfubúnað, auk annars búnaðar og fylgi- og aukahluta fyrir vinnuvélar, bifreiðar, sjávarútveg og iðnað frá mörgum öðrum framleiðendum. 

Tæki á lager 

Aukahlutir

Vörubílar

Klettur er brautryðjandi þegar kemur að heildarlausnum varðandi útfærslu á fullútbúnum bílum hvort heldur sem um er að ræða dráttarbíla eða bíla með ábyggingum. Klettur býður upp á framúrskarandi þjónustu og rekur fullkomin þjónustuverkstæði bæði í Reykjavík og á Akureyri ásamt því að vera í góðu samstarfi við önnur viðurkennd þjónustuverkstæði.

Strætisvagnar og rútur

Vinnuvélar

CAT bátavélar

CAT sjóvélar eru ekki bara hlutur heldur heildarlausn. Þeir eru með vélar frá 209bkW (280hö) til 5650bkW (7577hö)

Varaafl og UPS búnaður

Klettur býður gott úrval af iðnvélum og varaaflstöðvum sem eru mikilvægar fyrir aðila sem mega ekki við því að lenda í straumrofi. Við bjóðum upp á ýmsar stærðir og útfærslur af iðnvélum frá CAT, AJ Power Perkins rafstöðvar frá 10 KVA til 3350KVA og í ýmsum útfærslum, Piller UPS búnað fyrir gagnaver (netþjónabú), banka og aðra sem ekki vilja lenda í straumrofi, Perkins vélar af ýmsum stærðum fyrir iðnað, rafmagnsframleiðslu og sem hjálparvélar. Einnig er mikið úrval Scania iðnvéla en við bjóðum varaafl í ólíkum stærðum, sem og MHPS gufuaflstúrbínur ásamt varahlutum fyrir virkjanir.

Loftpressur

Klettur er umboðsaðili fyrir Ingersoll Rand loftpressur á Íslandi en um er að ræða fyrsta flokks loftpressur með litla viðhaldsþörf. Saga Ingersoll Rand á markaði spannar 160 ár og alla tíð hefur áreiðanleiki, framúrskarandi tækni og einstök þekking verið í hávegum höfð. Þess má geta að fyrirtækið framleiðir einnig varahluti fyrir allar loftpressur sínar til þess að tryggja enn betri endingu.